Viðburðir

Sýningin Sund opnar 1. febrúar

Ókeypis aðgangur á sýninguna Sund 1.2.2022 - 28.2.2022 Hönnunarsafn Íslands

Ókeypis aðgangur á sýninguna Sund í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa meira
 

Dúettar- 4.þáttur 1.2.2022 - 28.2.2022 Garðatorg - miðbær

Dúettar, 4.þáttur er kominn í loftið! Eða réttara sagt kominn á fjalirnar... eða enn betra er til sýnis nú á Garðatorgi í Garðabæ.

Lesa meira
 
Lífshlaupið 2019

Lífshlaupið 2022 2.2.2022 - 22.2.2022 Garðabær

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Lesa meira
 
Gissur Páll Gissurarson

Stofutónleikar á facebook: Gissur Páll Gissurarson tenór 2.2.2022 12:15 Fésbókarsíða Garðabæjar

Fylgist með stofutónleikum Gissurar Páls Gissurarsonar tenórs í gegnum
fésbókarsíðu Garðabæjar miðvikudaginn 2. febrúar kl. 12:15 á sama tíma og átti upphaflega að halda hádegistónleika í Tónlistarskólanum

Lesa meira
 
Tónlistarnæring

Tónlistarnæring -Hádegisdraumar 2.2.2022 12:15 Tónlistarskólinn í Garðabæ

Miðvikudaginn 2. mars kl. 12:15 heldur hádegistónleikaröðin Tónlistarnæring í sal Tónlistarskóla Garðabæjar áfram eftir stutt heimsfaraldurshlé. Vögguvísur og sönglög um drauma með yfirskriftinni Hádegisdraumar verða flutt af Hönnu Dóru Sturludóttur mezzósópran og Snorra Sigfús Birgissyni píanóleikara en lögin sem þau flytja eru eftir Wagner, Grieg, Fauré, Pál Ísólfsson og Snorra Sigfús.

Lesa meira