• 24.6.2024, 20:00, Garðatorg - miðbær

Að lifa tímana tvenna- Jónsmessugleði Grósku

Í tilefni af Jónsmessugleði Grósku verður séra Friðrik Hjartar með fróðleiksgöngu um miðbæ Garðabæjar.

 

Mæting er við innganginn inn á Garðatorgið hjá Bónus. Gengið er í gegnum torgið þar sem Jónsmessugleðisýning Grósku er haldin. Síðan fikrum við okkur upp eftir göngustígnum. Tölum svolítið um Heilsugæslu og Bókasafn, jafnvel Bæjarskrifstofur. Höldum síðan inn í Hofstaðagarðinn - þar er upphaf byggðarinnar. Þar er einnig Leikskóli, upphaf skólunar og Tónlistarskóli, mikilvægur hluti "listarinnar". Litið verður inn í kirkjuna, sem er strangt tekið full af list og sögu. Þar er ákveðið upphaf í skírninni og svo verður "skírnarskúlptúrinn" á Garðatorgi skoðaður. Að lokum verður gengið aftur niður á torgið og upp í Gróskusalinn á Garðatorgi þar sem seinni helmingur myndlistasýningar Grósku verður borin augum.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!

 

Hver er þessi sr. Friðrik?

Friðrik J. Hjartar er fæddur á Flateyri þann 8. október 1951 og ólst þar upp til 11 ára aldurs, en þá fluttist fjölskyldan í Borgarnes, þar sem heimilið stóð næstu 11 ár. Að loknu stúdentsprófi lá leiðin í Guðfræðideild HÍ og lauk námi árið 1979. Árið 1980 vígðist hann til þjónustu í Hjarðarholtsprestakalli í Dölum og tók eftir 7ára starf við þjónustu í Ólafsvíkurprestakalli fram undir aldamót. 15. nóvember 1999 hófst nýr starfsvettvangur í Garðaprestakalli, sem lauk í byrjun árs 2019. Eftir frekara nám í HÍ útskrifaðist Friðrik með BA gráðu í Listfræði vorið 2021.
Hann hefur búið með fjölskyldu sinni í Garðabæ síðan í júní 2000 og nýtur nú lífsins á eftirlaunum.