• 2.12.2023, 13:00 - 16:00, Garðatorg - miðbær

Aðventuhátíð Garðabæjar

Laugardaginn 2. desember fer fram Aðventuhátíð á Garðatorgi en dagskráin hefst klukkan 13 með lifandi tónlist á Garðatorgi 4, aðventu- og popup markaði og skapandi smiðjum á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands.

 

Laugardaginn 2. desember fer fram Aðventuhátíð á Garðatorgi en dagskráin hefst klukkan 13 með lifandi tónlist á Garðatorgi 4, aðventu- og popup markaði og skapandi smiðjum á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands.

Jólasveinar verða á vappi um svæðið en klukkan 14:30 syngur Barnakór Vídalínskirkju undir stjórn Davíð Sigurgeirssonar á Garðatorgi 7 þar sem jólaball fer svo fram undir stjórn jólasveina.

 

Leikhópurinn Lotta flytur jólasöngvasyrpu klukkan 15 á bókasafninu og dagskránni lýkur með leik Blásarasveitar Tónlistarskóla Garðabæjar við stóra jólatréð á Garðatorgi klukkan 15:30.

Á markaðnum sem fyllir göngugötuna á Garðatorgi 1-4 verða ýmsar vörur til sölu sem og handverk svo sem handgerð kerti.

Daginn áður munu leikskólabörn tendra ljósin á jólatrénu en sá siður var tekinn upp í heimsfaraldri og hefur mælst vel fyrir.