• 30.11.2024, 11:00 - 16:00, Garðatorg - miðbær

Aðventuhátíð Garðabæjar 2024

Aðventuhátíð Garðabæjar fer fram á Hönnunarsafni Íslands, Bókasafni Garðabæjar, göngugötunni á Garðatorgi og á Garðatorgi 7 laugardaginn 30. nóvember.

Dagskrá Aðventuhátíðar:

Pop-up markaður á göngugötunni

kl. 11-16

Spennandi vörur sem gætu verið tilvaldar í jólapakkana!

Lifandi tónlist á göngugötunni

Kl. 13:00 – 14:30

Barnakór Sjálandsskóla syngur jólalög. Jazztríó ásamt söngvurum flytja jólatónlist í notalegu umhverfi.´

Ó!róasmiðja í Hönnunarsafninu

Kl. 13-15

Hönnunarteymið Þykjó leiðir smiðju, ilmandi kanilstangir og könglar mynda fallegt jólaskraut.

Jólaföndur á Bókasafni Garðabæjar

Kl. 13-15

Búum til fallegt jólaskraut saman á safninu.

Jólaball á Garðatorgi 7

Kl. 14:20 – 15:00

Barnakór Vídalínskirkju syngur og jólasveinar leiða söng og dans í kringum jólatréð.

 

Langleggur og Skjóða á Bókasafni Garðabæjar

Kl. 15

Systkini jólasveinanna skemmta með jólasögu, söng og dansi.

Blásarasveitin við jólatréð

kl. 15:30

Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur jólasyrpu sem kemur öllum í jólaskap!

 

Gleðilega aðventu, fögnum saman á Garðatorgi.
Allir viðburðir eru ókeypis.