• 4.12.2018, 20:00, Digraneskirkja

Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar

  • Aðventutónleikar

Hátíðleiki aðventu og jóla er ætíð hafður í öndvegi á aðventutónleikum Kvennakórs Garðabæjar. Tónleikarnir í ár fara fram í Digraneskirkju þriðjudaginn 4. desember kl. 20.

Hátíðleiki aðventu og jóla er ætíð hafður í öndvegi á aðventutónleikum Kvennakórs Garðabæjar. Tónleikarnir í ár fara fram í Digraneskirkju þriðjudaginn 4. desember kl. 20.

Á efnisskrá kórsins má finna íslensk og erlend jólalög og sígildar jólaperlur, lög sem allir tengja við undirbúning jólanna s.s. Yfir fannhvíta jörð, Þá nýfæddur Jesús og Jólin alls staðar. Af minna þekktum verkum má nefna Cradle Hymn, undurfögur tónsmíð, eftir norska tónskáldið Kim André Arnesen og Hail, Christmas Day eftir kanadíska tónskáldið Abbie Betinis.

Stjórnandi og stofnandi Kvennakórs Garðabæjar er Ingibjörg Guðjónsdóttir og píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir.

Forsöluverð 2500 kr.
Miðaverð 3000 kr. Athugið: Uppselt er á tónleikana.

Samkvæmt hefð verður boðið upp á heita drykki og jólasmákökur að tónleikum loknum.

Viðburðurinn á Facebook.