• 15.12.2018, 13:00, Bókasafn Garðabæjar

Ævar vísindamaður les upp úr nýrri bók kl. 13

  • Þitt eigið tímaferðalag

Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) kemur í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi kl. 13 þann 15. desember og les upp úr nýrri bók fyrir börn. 

Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) kemur í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi kl. 13 þann 15. desember og les upp úr nýrri bók fyrir börn. Þitt eigið tímaferðalag er fimmta bókin í einum vinsælasta íslenska bókaflokki síðari ára. Fyrri bækurnar hafa hlotið bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin, og verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur. 
Þitt eigið tímaferðalag er öðruvísi en aðrar bækur. Hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Viltu hitta víkinga, Rómverja eða risaeðlur? Þorirðu að athuga hvað er um að vera á Jörðinni eftir 100 ár? Hvað með 1000? Passaðu bara að týna ekki tímavélinni svo þú komist örugglega heim aftur!

Viðburðurinn á facebook.