• 28.6.2025, 12:00 - 17:00, Heiðmörk

Afmælishátíð og fræðsluganga á 75 ára afmæli Heiðmerkur

Afmælishátíð Heiðmerkur verður haldin laugardaginn 28. júní klukkan 12.00-17:00.

Heiðmörk var formleg vígð 25. júní 1950 og er því 75 ára á þessu ári. Til að fagna tímamótunum verður afmælishátíð Heiðmerkur laugardaginn 28. júní, í Vífilsstaðahlíð, klukkan 12-17.

Boðið verður upp á leiki og andlitsmálun. Kaffihús verður opið og varðeldur logar. Klukkan 12:30 verða hátíðarávörp og fræðsluganga klukkan 13. Klukkan 14:30 stýra starfsmenn félagsins svo keppnum milli þeirra sem vilja.

Hlekkur á viðburðinn á Facebook er hér.