Afmælisveisla bókasafns Garðabæjar
Þér er boðið í afmælisveislu Bókasafns Garðabæjar.
Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar syngur nokkur vel valinn lög.
Erla Bil Bjarnardóttir sýnir nokkrar vel valdar myndir úr fortíðinni frá mannlífinu í Garðabæ og segir frá ljósmyndaverkefninu Myndir og minningar: Garðabær lifnar við.
Ragna Sigurðardóttir rithöfundur les svo upp úr nýútkominni bók sinni Útreiðartúrinn sem er áhrifarík samtímasaga með djúpar rætur í fortíðinni. Þetta er saga af flóknu feðgasambandi og af vináttu sem ekki er öll þar sem hún er séð; ljúfsárt og heillandi ferðalag um gamlar og nýjar slóðir. Sögusvið Útreiðartúrsins er Álftanesið.
Kaffi og kruðerí í boði hússins.
Dagskrá:
17:30 - Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, syngur vel valin lög.
17:45 – Myndir og minningar: Garðabær lifnar við. Erla Bil Bjarnardóttir sýnir nokkrar vel valdar myndir og segir frá ljósmyndaverkefninu.
18:05 - Ragna Sigurðardóttir rithöfundur les upp úr nýútkominni bók sinni Útreiðartúrinn og ræðir við gesti um sögusviðið Álftanes og hvaða áhrif það hafi haft á bókina.
