Alþjóðlegi netöryggisdagurinn
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er 11. febrúar. Netöryggismiðstöð Íslands heldur opinn fræðslufund.
11. febrúar er Alþjóðlegi netöryggisdagurinn sem árlega er nýttur til þess að minna á mikilvægi netöryggis.
Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og árið 2025 hefur þá verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi.
„Hjálpaðu mér upp mér finnst ég vera að drukkna“, opinn fræðslufundur um félagslegt netöryggi og upplýsingaóreiðu á netinu milli 12:00-13:00 þann 11. febrúar. Hlekkur á fundinn hér.Dagskrá:
- Falsfréttaplakat gefið út í 1000 eintökum í samstarfi við Miðstöð Menntunar og Skólaþjónustu sem skólar geta nálgast. Plakatið leggur áherslu á 6 atriði sem er gott að hafa í huga til að koma auga á falsfréttir.
- Netumferdarskolinn.is opnar spurningaleik um persónuvernd og réttindi á netinu sem nefnist „þú ræður!“
- Fræðsluátak í samstarfi við Samtakahópinn í Reykjanesbæ. Fræðsla fyrir foreldra barna á yngsta stigi í öllum skólum Reykjanesbæjar. Sem lýkur með gerð sáttmála. Markmiðið með verkefninu verður að auka fræðslu, samtal og samvinnu í sveitarfélaginu.
- Þá verður SAFT – Netöryggismiðstöð með viðveru á „taktu spjallið“ sem er nýr vettvangur á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram fyrir foreldra. Verkefnið er samstarfsverkefni margra aðila en Stígamót og Barnaheill leiða það.