• 17.9.2022, 12:00, Bókasafn Garðabæjar

Bál tímans og handritasmiðja

Laugardaginn 17. september kl. 12:00 verður boðið upp á æsispennandi tímaflakk í fylgd gamallar skinnbókar og handritasmiðju frá Árnastofnun á Bókasafni Garðabæjar.

Laugardaginn 17. september kl. 12:00 verður boðið upp á æsispennandi tímaflakk í fylgd gamallar skinnbókar og handritasmiðju frá Árnastofnun á Bókasafni Garðabæjar. Rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir mættir og les upp úr bók sinni Bál tímans og beint á eftir sögustundinni verður handritasmiðja þar sem Fulltrúar frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum munu leiða gesti bókasafnsins inn í heim horfinnar verkmenningar og fá innsýn í handverk við bókagerð á miðöldum.

Þátttakendum býðst að spreyta sig á að skrifa á bókfell með fjaðurpenna og bleki eins og tíðkaðist við ritun fornu skinnhandritanna.
Hægt verður að skoða verkfærin sem notuð voru við bókagerðina og fá fræðslu um það hvernig skinnin voru verkuð og bækur búnar til. Viðburðurinn er hluti af verkefninu Við langeldinn/ við eldhúsborðið sem er styrkt af Barnamenningarsjóði.