• 27.10.2025, 9:30, Bókasafn Garðabæjar

Bangsadagurinn - myndabás - öll velkomin

Alþjóðlegi bangsadagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 27.október.

Bókasafnsbangsinn tekur glaður á móti öllum með bangsabækurnar sínar á Alþjóðlega bangsadeginum. 

Myndabás með skrautlegum bakgrunni verður í boði kl.9:30 – kl.18 og hvetjum við börn og fjölskyldur til að koma með uppáhaldsbangsann sinn og taka myndir saman. Börnin geta litað bangsamyndir, föndrað bangsabókamerki og leyst bangsagetraun, en þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá þeir bangsa í verðlaun. Gleðjumst saman með böngsunum, vinalegu kúrufélögunum okkar.

Lestur er bestur með bangsa á bókó!

English: International Teddy bear day is monday the 27th of October. Monday the 27th of October we want to celebrate our teddy bears with a happy moment at the library. Take a picture of yourself with your favorite teddy bear in the photobooth. Teddy bear coloring and quiz.