• 4.5.2021 - 7.5.2021, Garðabær

Barnamenningarhátíð

  • Barnamenningarhátíð Garðabæjar

Skólabörn munu fylla Garðatorg af lífi dagna 4. – 7. maí þegar Barnamenningarhátíð í Garðabæ verður haldin í fyrsta sinn í bænum. Að þessu sinni verður þó aðeins boðið upp á dagskrá fyrir skólahópa en ekki fjölskyldur eins og til stóð.

Skólabörn munu fylla Garðatorg af lífi dagna 4. – 7. maí þegar Barnamenningarhátíð í Garðabæ verður haldin í fyrsta sinn í bænum. Að þessu sinni verður þó aðeins boðið upp á dagskrá fyrir skólahópa en ekki fjölskyldur eins og til stóð.

Öll fjölskyldan getur þó notið sýningarinnar Hverafuglar á bjargi á Garðatorgi 1, við hlið Bónus. Á sýningunni verða leirfuglar eftir 600 börn úr 5. – 7. bekkjum allra grunnskóla Garðabæjar sem hafa heimsótt Hönnunarsafnið frá því í febrúar, sýndir. Á Bókasafni Garðabæjar verður sýningin Kílómeter upp í himininn einnig opin almenningi en afrakstur ljóðasmiðja sem börn á leikskólunum Krakkakoti og Bæjarbóli tóku þátt í verður sýndur.

Dagskrá hátíðarinnar verður á þá leið að 1. bekkingar taka þátt í greina- og ullarsmiðju á Garðatorgi 1; 3. bekkingar í dagskránni Dýrin í Deiglumó á Hönnunarsafni Íslands; 5. bekkingar taka þátt í arabísku danspartýii á Garðatorgi 7; 7. bekkingar hitta Gunnar Helgason í ritsmiðju á Bókasafni Garðabæjar og unglingar bæjarins fá að kynnast hugmyndum stærðfræðingsins Einars Þorsteins í Hönnunarsafni Íslands.

Það er Menningar- og safnanefnd sem kostar hátíðina en með skipulagningu fer menningarfulltrúi bæjarins, Ólöf Breiðfjörð.

Til að vekja athygli á hátíðinni eru bæjarbúar hvattir til að setja ramma utanum kynningarmyndir sínar á fésbók en rammin finnst undir heitinu Barnamenningarhátíð í Garðabæ þegar skipt er um kynningarmynd (prófílmynd).