• 17.2.2021 - 8.3.2021

Betri Garðabær - Hugmyndasöfnun 17. febrúar - 8. mars

  • Betri Garðabær - sendu inn þína hugmynd!

Hugmyndasöfnunarvefur opnar 17. febrúar nk. og hugmyndasöfnun stendur yfir til 8. mars nk.

Sjá nánari upplýsingar hér þar er hlekkur yfir á hugmyndasöfnunarvefinn. 

Lýðræðisverkefnið Betri Garðabær hefst á ný 17. febrúar nk. með hugmyndasöfnun þar sem íbúar geta sent inn hugmyndir um smærri framkvæmdir í sínu nærumhverfi. Hugmyndasöfnunin stendur fram til 8. mars og eftir að hugmyndasöfnun lýkur fer matshópur skipaður starfsmönnum bæjarins yfir innsendar hugmyndir og kostnaðarmetur. Ákveðinn fjöldi hugmynda fer í rafræna kosningu síðar í vor, eða um mánaðarmótin maí/júní, þar sem íbúar í Garðabæ fá að kjósa um hugmyndirnar. Markmið lýðræðisverkefnisins Betri Garðabæjar er að efla með markvissum hætti lýðræðisleg vinnubrögð í Garðabæ og verja fé til framkvæmda sem byggir á þátttökufjárlagagerð, þar sem íbúar forgangsraða sjálfir fjármagni í framkvæmdir.

Hugmyndasöfnun og úrvinnsla hugmynda

Hugmyndasöfnunarvefur opnar 17. febrúar nk. og hugmyndasöfnun stendur yfir til 8. mars nk. Þar er hugmyndum safnað rafrænt þar sem íbúar og aðrir geta lagt fram hugmyndir, rætt hugmyndir og líkað við þær eða hafnað. Á hugmyndavefnum er hægt að setja inn texta, ljósmyndir, stutt myndbönd og staðsetja hugmyndir á korti.

Hugmyndirnar íbúa geta verið nýframkvæmdir sem m.a. geta eflt hreyfi- og leikmöguleika og haft jákvæð áhrif á nærumhverfið m.a. til útivistar og samveru, bætta lýðheilsu og aðstöðu til leikja- og skemmtunar.