• 22.2.2021 - 26.2.2021, Bókasafn Garðabæjar

Bíófjör á Bókasafni Garðabæjar í vetrarfríinu

Bíófjör á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7, í vetrarfríi skólanna, 22., 23., 24. og 26.febrúar kl.11.

Mánudaginn 22. febrúar verður myndin Skrímslafjölskyldan sýnd, þriðjudaginn 23. febrúar verður myndin ,,Grami göldrótti" sýnd, miðvikudaginn 24. febrúar verður myndin ,,Brettin upp!" sýnd og á föstudeginum 26. febrúar verður myndin ,,Ótrúleg saga um risastóra peru" sýnd.
Fimmtudaginn 25. febrúar verður spilað bingó í bókasafninu.

Alla dagana er hægt að hafa það notalegt og skoða bækur og spila á afgreiðslutíma safnsins kl.9 - 19.
Grunnskólabörn velkomin en fullorðnir beðnir um að halda sig til hlés.

Grímuskylda fyrir eldri en 15 ára og sóttvarnir í heiðri hafðar.
Höfum gaman saman á bókasafninu.

Sjá einnig vef Bókasafnsins og fylgist með safninu á fésbókarsíðu safnsins.