• 11.12.2021, 13:00, Bókasafn Garðabæjar

Birgitta Haukdal les úr nýjustu Lárubókunum

Hin ástsæla söngkona og rithöfundur Birgitta Haukdal kemur á Bókasafn Garðabæjar laugardaginn 11. desember kl. 13:00 og les upp úr nýjustu bókunum sínum um þau Láru og Ljónsa.

Hin ástsæla söngkona og rithöfundur Birgitta Haukdal kemur á Bókasafn Garðabæjar laugardaginn 11. desember kl. 13:00 og les upp úr nýjustu bókunum sínum um þau Láru og Ljónsa.

Þrjár nýjar bækur koma núna út fyrir jólin um Láru og Ljónsa.

Lára bakar, Lára lærir á hljóðfæri og tónlistarbókin Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa.

Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda síðastliðin ár og henta ungum börnum frá þriggja ára aldri til 7 ára. Verið hjartanlega velkomin í skemmtilega fjölskyldustund.

Ath. pössum upp á að halda gildandi sóttvarnarreglum.