• 28.5.2022, 13:00, Bókasafn Garðabæjar

Bjarni Fritzon -sumarlestursátak hefst

Rithöfundurinn Bjarni Fritzson kemur til okkar laugardaginn 28. maí og hefur sumarlestursátakið okkar.

Rithöfundurinn Bjarni Fritzson kemur til okkar laugardaginn 28. maí og hefur sumarlestursátakið okkar.
Bjarni mætir kl. 13:00 og les upp úr nýjustu bókum sínum um þau Orra Óstöðvandi og Sölku.
Sumarlesturinn okkar hefst þennan dag en börn geta komið og skráð sig í sumarlestursátakið, fengið lestrardagbók og markmið fyrir sumarið.

Sumarlestur 2022
Sumarlestur bókasafnsins í Garðabæ hefst 28. maí og stendur yfir allt sumarið.
Aldur:
5 - 12 ára
Hvenær:
Upphaf sumarlesturs er laugardaginn 28.maí og lokahátíð er 20.ágúst.

Sumarlestur - sumarlestrarátak Bókasafns Garðabæjar sumar 2022
Börn á grunnskólaaldri og yngri börn sem eru farin að lesa sjálf geta tekið þátt í sumarlestrarátakinu. Hægt er að skrá sig allt sumarið í bókasafninu Garðatorgi 7 og Álftanessafni. Það er leyfilegt er að lesa hvað sem er. Mjög mikilvægt er að lesa í sumarfríi skólanna til að tapa ekki niður lestrargetunni og verða fyrir sumaráhrifum.
Börnin setja sér lestrarmarkmið, skrá lesturinn í lestrardagbókina, fá límmiða fyrir hverja lesna bók og geta fyllt út umsagnarmiða sem þau skila í lukkukassann og úr honum er dreginn lestrarhestur vikunnar, sem fær bók í verðlaun, hvern föstudag kl.12 10.júní - 12.ágúst. Þá föstudaga eru smiðjur fyrir börn kl.10-12. Á lokahátíðinni fá allir virkir þátttakendur glaðning og þrír lestrarhestar verða dregnir út.

Þemað í ár er hafið og geta þátttakendur hengt upp sjávardýr með nafninu sínu á lestraröldurnar hjá bókahvalnum okkar sem tákn fyrir lesnar bækur. Markmiðið er að öldurnar verði sem skrautlegastar og sýni þannig lestrardugnað barnanna. Lesum saman í sumar.

Sumarlestur:
Hafsjór af fróðleik og fjöri!
Á bólakaf í bókaflóð!
Botnlaus fjársjóður!

Nánari upplýsingar á http://bokasafn.gardabaer.is/