• 7.12.2019, 9:00 - 11:00, Álftaneslaug

Blóðsykursmælingar á Álftanesi

  • Heilsueflandi samfélag

Lionsklúbbarnir á Álftanesi (Lionsklúbburinn Seyla og Lionsklúbbur Álftaness) munu bjóða mælingar á blóðsykri laugardaginn 7. desember. Mælingarnar fara fram í húsnæði Álftaneslaugar frá kl. 9:00 til 11:00 og eru án endurgjalds.

Lionsklúbbarnir á Álftanesi (Lionsklúbburinn Seyla og Lionsklúbbur Álftaness) munu bjóða mælingar á blóðsykri laugardaginn 7. desember. Mælingarnar fara fram í húsnæði Álftaneslaugar frá kl. 9:00 til 11:00 og eru án endurgjalds. Tilgangur mælinganna er að finna þá einstaklinga sem kunna að vera með sykursýki 2 án þess að vita af því.

Svo sem kunnugt er hefur svokölluð áunnin sykursýki (sykursýki 2) aukist mjög á undanförnum árum og er talið að margir gangi með sjúkdóminn án þess að gera sér grein fyrir því. Ef sjúkdómurinn nær að þróast í langan tíma veldur hann ýmisskonar skaða á líkamanum. Ef hann uppgötvast snemma eru minni líkur á að einhverjar skemmdir hafi átt sér stað og unnt er að grípa til ráðstafana í umsjá heilbrigðiskerfisins til að hægja á þróuninni og halda sjúkdómnum í skefjum.

Eins og fyrr segir er tilgangurinn með mælingunum fyrst og fremst að reyna að finna þá einstaklinga sem kunna að vera með sykursýki 2 án þess að gera sér grein fyrir því. Þó skal sérstaklega bent á að SVONA MÆLING ER EKKI ENDANLEG GREINING Á ÞVÍ HVORT VIÐKOMANDI ER MEÐ SYKURSÝKI 2. Ef blóðsykur mælist utan marka sem talin eru eðlileg þarf viðkomandi að leita til heilsugæslunnar til að fá nákvæmari greiningu.

Til þess að mæling skili góðum árangri er æskilegt að viðkomandi sé fastandi. Mæling sem gerð er 30 til 60 mínútum eftir léttan morgunverð gefur þó einnig gagnlegar vísbendingar.

Hjúkrunarfræðingur mun annast mælingarnar og er þannig tryggt öryggi, bæði upplýsinga og þátttakenda. (Hjúkrunarfræðingurinn lætur einungis frá sér tölfræðilegar upplýsingar sem ekki eru persónugreinanlegar).