• 17.11.2020, 20:00, Bókasafn Garðabæjar

Bókaspjall 2020

  • Bókaspjall 17. nóvember 2020

Í streymi á fésbókarsíðu Bókasafns Garðabæjar

Þriðjudaginn 17. nóvember kl.20 á fésbókarsíðu Bókasafns Garðabæjar.
Viðburður á fésbókarsíðu Bókasafns Garðabæjar.

Fjórir rithöfundar koma í heimsókn; segja frá og lesa upp úr nýjum bókum sínum. Auður Aðalsteinsdóttir stýrir umræðum.
Vilborg Davíðsdóttir kemur með nýja sögulega skáldsögu Undir Yggdrasil, Hallgrímur Helgason les úr nýrri ljóðabók Við skjótum títuprjónum, Katrín Júlíusdóttir mætir með sína fyrstu bók, glæpasöguna Sykur og Gunnar Þór Bjarnason verður með sagnfræðilegt verk sitt Spænska veikin í farteskinu.

Covid ræður auðvitað för og því verður viðburðinum streymt án áhorfenda að þessu sinni. Eigi síður verður um lifandi, skemmtilegan og fræðandi viðburð að ræða.

Vefur Bókasafns Garðabæjar.