• 23.9.2020, 20:00 - 22:00, Gróskusalurinn

Breytt veröld: Haustsýning Grósku 2020

  • Haustsýning Grósku 2020

Miðvikudaginn 23. september kl. 20-22 opnar Gróska haustsýningu undir heitinu Breytt veröld í Gróskusalnum á Garðatorgi 1. 

Miðvikudaginn 23. september kl. 20-22 opnar Gróska haustsýningu undir heitinu Breytt veröld. Nú eru tímar mikilla breytinga og túlka listamennirnir þær hver með sínum hætti í listaverkunum. Sýningin er haldin í Gróskusalnum á Garðatorgi 1 í Garðabæ.

Við þetta tilefni syngur Sigurrós Arey Árnýjardóttir og spilar á píanóhljómborð, myndlistarmennirnir verða á staðnum og boðið er upp á léttar veitingar. Gróska býður öllum að koma og gleðjast með sér, Garðbæingum jafnt sem öðrum, og hvetur jafnframt fólk til að gæta að sóttvörnum og fjarlægðarmörkum.
Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, hefur farið hljótt um nokkurt skeið vegna þjóðfélagsaðstæðna en listin hefur þó dafnað og afraksturinn má meðal annars sjá á þessari sýningu.

Sýningin verður opin áfram dagana 24.-27. september kl. 12-18.

Gróska á facebook
Gróska á Instagram