• 22.1.2026, 10:30, Bókasafn Garðabæjar

Brjóstagjafaráðgjöf með Hallfríði og Ingibjörgu

Ljósmæðurnar Hallfríður og Ingibjörg halda fróðlegan fyrirlestur.

Á þessum fróðlega fyrirlestri verður farið yfir hinar ýmsu áskoranir sem upp koma í brjóstagjöf og ráðleggingar um hvernig hægt er að takast á við þær.

Þær Hallfríður K. Jónsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir eru báðar ljósmæður og brjóstagjafaráðgjafar IBCLC sem hafa samanlagt margra áratuga reynslu að því að fræða og styðja konur í brjóstagjöf. Einnig gáfu þær út hina frábæru Brjóstagjafabók fyrr á árinu og eru því hafsjór af ráðleggingum og fróðleik.

Hallfríður og Ingibjörg munu fara yfir helstu áskoranir sem upp koma í brjóstagjöf á fyrstu mánuðum barnsins og algengar ástæður þess að konur leita til þeirra. Og að sjálfsögðu munu þær gefa sér tíma fyrir spurningar frá foreldrum.

Viðburðurinn á Facebook.