• 16.12.2022, 19:30, Vídalínskirkja

Diddú og drengirnir

Diddú og drengirnir koma fram á aðventutónleikum í Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 16. desember kl. 19:30 á vegum þýska sendiráðsins. Þetta er í áttunda sinn sem sendiherra Þýskalands býður til slíkra tónleika til að styðja við þeirra mikilvægt starf Sjálfsbjargar.

Diddú og drengirnir koma fram á aðventutónleikum í Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 16. desember kl. 19:30 á vegum þýska sendiráðsins. Þetta er í áttunda sinn sem sendiherra Þýskalands býður til slíkra tónleika til að styðja við þeirra mikilvægt starf Sjálfsbjargar.Á þessu ári mun Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú koma gestum í hátíðarskap. Með henni leika orgelleikarinn Jóhann Baldvinsson og blásarasextett. Sextettinn hefur starfað með Diddú í ríflega 20 ár og gengur hópurinn undir nafninu Diddú og drengirnir. Þessi dáða söngkona mun syngja fyrir- og með okkur þekkt þýsk jólalög og einnig munu alþjóðlegir jólatónar hljóma. Við hlökkum til aðventukvölds með Diddú.Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem renna til Sjálfsbjargar.Vídalínskirkja og Garðabær styðja við viðburðinn