Dr. Bæk mætir á svæðið
Ástandsskoðun í umsjón Dr. Bæk.
Ástandsskoðun í umsjón Dr. Bæk sem mætir með öll helstu tæki og tól ásamt því að leiðbeina hjólafólki um helstu vorverk hjólreiðamanneskjunnar.
Það verður pumpað í dekk, smurt, farið yfir stillingar á stelli, hjálmi, bremsum og gírum. Doktorinn gefur einnig út skoðunarvottorð og þar kemur fram, ef eitthvað þarf að gera á verkstæði eða kaupa á hjólið.
Álftanessafn er opið frá 12-15 fyrsta laugardaginn í mánuði yfir vetrartímann.