• 19.6.2020, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar

Draumafangara-föndursmiðja fyrir 7-15 ára

Fyrsta föndursmiðja sumarsins í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi verður föstudaginn 19. júní frá kl. 10 - 12. 

Í föndursmiðjunni verður hægt að búa til draumaveiðara til að hengja fyrir ofan rúmið okkar eða í gluggann til að fanga vondu draumana áður en þeir ná til þeirra sem sofa í herberginu.
Skrautfjaðrir, perlur og sköpun.

Smiðjan hentar börnum á aldrinum 7 - 15 ára.

Eftir smiðjuna er dreginn lestrarhestur vikunnar og bókabíó verður í boði inni á safni.

Viðburður á fésbókarsíðu Bókasafns Garðabæjar.