• 1.11.2021 - 30.11.2021, Garðatorg - miðbær

Dúettar á Garðatorgi 1

Nú er hafin sérstök sýning á Garðatorgi 1, sýningin Dúettar. Sýningin er í 5 þáttum, eins og um leiksýningu eða framhaldsþætti væri að ræða. Sýningahaldið er þó hvorki leihús né sjónvarspþáttur, heldur er hér um er að ræða myndlistasýningu Birgis Rafns Friðrikssonar - BRF.

Nú er hafin sérstök sýning á Garðatorgi 1, sýningin Dúettar. Sýningin er í 5 þáttum, eins og um leiksýningu eða framhaldsþætti væri að ræða. Sýningahaldið er þó hvorki leihús né sjónvarspþáttur, heldur er hér um er að ræða myndlistasýningu Birgis Rafns Friðrikssonar - BRF. Birgir Rafn segir sýninguna vera sýningarröð, nefnilega í 5 þáttum og kallast Dúettar. Stafar heitið af því að þar er teflt saman einungis tveimur verkum í senn. Verkin eru ólík af gerð en eiga það sameiginlegt að varða sama málefni. Mætti segja að málefnið sé nálgast frá ólíkum sjónarhólum. Með því að stilla fram aðeins tveimur verkum tengjast verkin saman sjónrænt, eins og raddir í tvísöng og mynda dúett fyrir fólk að upplifa.

Fyrirkomulag sýningarinnar er þannig að hver þáttur stendur u.þ.b. í mánuð. 1.þátturinn, sem er í gangi núna, stendur til 31.nóvember n.k. Þá kemur strax annar þáttur, "Í mótun" og svo koll af kolli fram í marslok á næsta ári. Hver þáttur hefur inntak eða málefni og yfirskrift sem gefur það til kynna. T.d. heitir 1.þáttur "Um upphaf". 2.desember hefst "Í mótun". Og þar með stígur nýr málverka dúett fram og “syngur” fyrir áhorfandann fram að áramótum.

Birgir Rafn segist sjálfur vera afar spenntur fyrir þessu og vonast til þess að það skili sér til bæjarbúa. Þó hugmyndin sé komin á eftir að þróa hana áfram og vitaskuld mála sum verkanna. Í anda leikhússins er þetta eins og gjörningur þar sem að sýningin geru þróast í einhverja ófyrirséðar áttir. Hann vonast til að bæjarbúar fylgist með, kíki við á torginu á leið sinni í Bónus og upplifi Dúetta á Garðatorgi.