• 28.9.2019, 11:00 - 15:00, Bókasafn Garðabæjar

Fataskiptimarkaður kl. 11

Laugardaginn 28. september á milli klukkan 11 og 15 mun Kvenfélag Garðabæjar og Kvenfélag Álftaness í samstarfi við Bókasafn Garðabæjar standa fyrir fataskiptimarkaði á Garðatorgi 7.

Laugardaginn 28. september á milli klukkan 11 og 15 mun Kvenfélag Garðabæjar og Kvenfélag Álftaness í samstarfi við Bókasafn Garðabæjar standa fyrir fataskiptimarkaði á Garðatorgi 7. Þú kemur með föt með þér og í staðinn færðu að taka föt sem einhver annar hefur komið með. Það er ekkert hámark eða lágmark af flíkum sem má koma með og sem má taka. Það kostar ekkert að taka þátt! 

Þau föt sem ekki fá nýjan eiganda fara í Rauða krossinn. Komið eingöngu með hreinar og heilar flíkur. Fataskiptimarkaðurinn er hluti af erindaröð Bókasafns Garðabæjar og Umhverfisnefndar Garðabæjar um umhverfismál.