• 1.10.2022, 11:00, Samsungvöllurinn

Fjölskylduhlaup Garðabæjar

  • Fjölskylduhlaup Garðabæjar

Fjölskylduhlaup Garðabæjar fer fram laugardaginn 1. október nk.

Fjölskylduhlaup Garðabæjar fer fram laugardaginn 1. október nk. og er hluti af dagskrá á Íslandi í tilefni af árlegri ,,Íþróttaviku Evrópu". Handboltadeild Stjörnunnar hefur umsjón með hlaupinu.

Hlaupið hefst kl. 11 og er ræst út frá Stjörnutorgi við Samsungvöllinn. Tvær leiðir eru í boði, 2,7 km og 4,65 km. Engin skráning er nauðsynleg fyrirfram. Bara mæta og hafa gaman!

Frítt verður í sund þennan dag (í Ásgarðslaug) og einnig er frítt á leik meistaraflokks kvenna í knattspyrnu á Samsungvellinum.

Sjá einnig auglýsingu um fjölskylduhlaupið á vefnum Beactive.

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Upplýsingar um dagskrá á Íslandi má sjá hér á vefnum Beactive.is.

Fylgist líka með á fésbókarsíðu Beactive á Íslandi.