Fjölskyldujóga
Fjölskyldujóga á Garðatorgi - ókeypis - mæta með jógamottuna
Halldóra Mark, lærður jógakennari fyrir börn og fullorðna, leiðir tímann þar sem börn og fullorðnir læra einfaldar og skemmtilegar öndunaræfingar, jógastöður, slökun og hugleiðslu.
Halldóra er tveggja barna móðir og lærður jógakennari fyrir börn og fullorðna. Hún hefur kennta jóga á ólíkum stofnunum og jógastúdíóum víða um land, ásamt því að skipuleggja fjölskyldujóga á fjölbreyttum menningartengdum viðburðum síðan 2015.
Helsti innblásturinn hennar Halldóru á rætur sínar í æsku hennar í sveitinni þar sem hún lifði í flæði við náttúru og dýr. Þar fyrir utan hefur hún lært leiklist og uppeldisfræði sem tvinna saman leikgleðina og fræðin. Hún brennur fyrir samveru foreldra og barna til að styrkja tengsl þeirra dags daglega.
Þau sem eiga eru kvött til að koma með eigin jógamottur.