Fjölskyldujóga á Álftanessafni
Laugardagsopnun í safninu frá klukkan 12 til 15.
Anna Rósa Lárusdóttir jógakennari og rithöfundur bókarinnar Jógastund leiðir gæða jógastund fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem þau geta hreyft sig saman og notið í gengum leik, nánd og hreyfingu. Farið verður í gegnum jógastöður, gerðar eru öndunaræfingar, brugðið á leik og endað á ljúfri slökun.
Þátttakendur verða að koma með sínar eigin jógamottur.
Álftanessafn er opið fyrsta laugardaginn í mánuði frá klukkan 12 til 15.