• 15.11.2019, 12:00 - 18:00, Gróskusalurinn
  • 16.11.2019, 12:00 - 18:00, Gróskusalurinn
  • 17.11.2019, 12:00 - 18:00, Gróskusalurinn

Flækjur - haustsýning Grósku

  • Flækjur - haustsýning Grósku

Haustsýningin er haldin í sýningarsal Grósku, 2. hæð á Garðatorgi í Garðabæ (gengið inn á innitorgið við hliðina á Bónus og upp á 2. hæð) og er opin dagana 15.-17. nóvember kl. 12-18.

Haustsýningin er haldin í sýningarsal Grósku, 2. hæð á Garðatorgi í Garðabæ (gengið inn á innitorgið við hliðina á Bónus og upp á 2. hæð)
Sýningin opnaði að kvöldi til 14. nóvember sl. og er opin dagana 15.-17. nóvember kl. 12-18.

Skyldi nú allt vera að fara í flækju hjá Grósku, samtökum myndlistarmanna í Garðabæ? Svo er ekki en listamennirnir hafa hins vegar flækt sig rækilega í undirbúning haustsýningar Grósku. Fólk er hvatt til að fjölmenna og gleðjast yfir fjölbreyttum flækjum í listaverkunum. Allir eru velkomnir.

Gróska er nú á tíunda starfsári og hefur tekist að festa sig í sessi í menningarlífi Garðabæjar svo um munar. Gróska heldur jafnt upp á komu vetrar sem sumars með árstíðabundnum sýningum og stendur einnig fyrir öðrum sýningum sem eru breytilegar milli ára. Umfangsmest er Jónsmessugleði sem haldin er við Strandstíginn við Sjálandshverfið í Garðabæ en þangað streyma þúsundir gesta á hverju ári. Fyrir utan sýningarhaldið stendur Gróska fyrir opnum fyrirlestrum um myndlist og menningu og haldin eru námskeið og samhristingar fyrir félagsmenn.

Tilgangur Grósku er að styrkja innra samstarf myndlistarmanna í Garðabæ ásamt því að efla og gera myndlistina sýnilegri og þar með auka myndlistaráhuga almennings í bæjarfélaginu. Starfsemin hefur borið góðan árangur og síðastliðið vor hlaut Gróska viðurkenningu á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar fyrir merkt framlag til menningar og lista.

Fésbókarsíða Grósku: https://www.facebook.com/groska210/