Foreldramorgunn: Skynjunarleikur með Plánetunni
Pláneta býður litlum krílum að stinga sér til leiks í grípandi skynjunarupplifun!
Annan fimmtudag í mánuði á Garðatorgi klukkan 10-12 fyrir ung börn og aðstandendur.
Pláneta býður litlum krílum að stinga sér til leiks í grípandi skynjunarupplifun!
Skynjunarleikur er mikilvægur partur af þroska ungra barna og hafa rannsóknir sýnt fram á að skynörvandi upplifun hefur jákvæð áhrif á vitrænan þroska þeirra. Alls konar áferðir, efniviðir, hljóð og lyktir verða á staðnum fyrir börnin til að upplifa og gera má ráð fyrir að leikurinn geti orðið pínu subbulegur! Við minnum því öll á að koma með aukaföt til skiptanna.
Á hverjum fimmtudagsmorgni í vetur mun Bókasafn Garðabæjar bjóða uppá fjölbreytta dagskrá fyrir ung börn og foreldra þeirra. Dagskráin er ókeypis og öll eru velkomin. Sjáumst á bókasafninu!