• 5.10.2022 - 12.10.2022, Garðabær

Forvarnavika Garðabæjar

Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022.

Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. 

Fjölmargir áhugaverðir viðburðir verða haldnir í vikunni. 

Forvarnavika Garðabæjar 5.-12.október 2022

Leikskólastigið

Fræðslu erindi fyrir foreldra yngstu barna í leikskólum. Heiti: Kærleiksríkt uppeldi leikskólabarna

Ragnhildur Gunnlaugsdóttir ME.d og Þórey Huld Jónsdóttir BS og MA

  • Þriðjudagur 4. okt. í Álftanesskóla kl. 20:00
  • Mánudagur 10. okt. í Urriðaholtsskóla kl. 20:00
  • Miðvikudagur 12. okt. í Sveinatungu kl. 19:00

Í fræðsluerindinu verður farið yfir hvernig hægt er að viðhalda góðum tengslum milli foreldra og barns þegar barn byrjar í leikskóla, mikilvægi þess að börnum séu sett mörk á kærleiksríkan máta og þær áherslubreytingar í uppeldi sem verða með auknum þroska barna.

Grunnskólastigið

Hver og einn grunnskóli í Garðabæ er með viðburði á sínum vegum. Nánari upplýsingar á vef hvers skóla.

She Runs“ leiðtogaverkefni fyrir ungar stúlkur í FG

Skemmtihlaup með þrautum fyrir 5. 6. og 7. bekk þriðjudaginn 11. október. Þema: Góður lífstíll.  

Félagsmiðstöðvarnar

  • Hver og ein félagsmiðstöð verður með dagskrá inni á sinni stöð, nánar auglýst í miðstöðvunum.
  • Hrund á Sálstofunni ætlar að halda fyrirlestur á foreldrakvöldi Garðahrauns sem verður haldið 12.okt kl 17-19. Fókusinn verður þetta jafnvægi; hvernig er hægt að mæta ólíkum þörfum barna (t.d. heimili með bæði fötluð og ófötluð börn), ólíkar birtingarmyndir samveru og einnig hvernig foreldrar geta hlúið að sér fyrir foreldrahlutverkið. 

Félagsstarf aldraðra

Ball heldri borgara í Garðabæ verður haldið miðvikudaginn 5. október í Garðaholti. Húsið opnar kl. 19 og fara rútur frá Garðatorgi og Jónshúsi.

Nánari upplýsingar og skráning í Jónshúsi og á fésbókarsíðu þeirra.

Bókasafn

  • Lestu fyrir hund í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi laugardaginn 8.október kl. 11:30.
  •  Minecraft með Intrix fyrir börn og foreldra þeirra í forvarnarvikunni þriðjudaginn 11. október kl. 17 á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi. Athugið að skráning er nauðsynleg.

Hönnunarsafn Íslands

Hönnunarsafn Íslands býður 7. bekk í hönnunarsmiðju þar sem nemendur hanna vellíðan. Boðið verður upp á smiðjurnar í október og nóvember. Tekið er á móti einum nemendahópi í einu og umræður og pælingar um vellíðan, hugarkortsgerð og vangaveltur um hönnun eru liður í 90 mínútna heimsókn. Nánari upplýsingar í hverjum skóla.