• 9.8.2019, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar

Föstudagsfjör kl. 12 -taupokagerð

Katla, hugmyndaríki sumarstarfsmaðurinn í Bókasafni Garðabæjar, mun kenna hvernig á að búa til taupoka úr bolum, án þess að þurfa að sauma, föstudaginn 9. ágúst kl. 10. Komið með boli að heiman og jafnvel skraut, s.s. stórar perlur, kúlur og blóm.

Katla, hugmyndaríki sumarstarfsmaðurinn í Bókasafni Garðabæjar, mun kenna hvernig á að búa til taupoka úr bolum, án þess að þurfa að sauma, föstudaginn 9. ágúst kl. 10. Komið með boli að heiman og jafnvel skraut, s.s. stórar perlur, kúlur og blóm. Upplagt tækifæri til að endurnýta gömul föt og búa til flotta poka sem henta við alls kyns tækifæri. Lestrarhestur vikunnar dreginn út kl.12 og fær hann bók í verðlaun.Föstudagssmiðjur verða í allt sumar frá 14. júní til 16. ágúst á milli klukkan 10 og 12 fyrir grunnskólakrakka. Á sama tímabili verður lestrarhestur vikunnar dreginn út kl. 12 í Sumarlestri 2019 á Bókasafni Garðabæjar. Lesum saman.