• 5.6.2019, 17:15, Sveinatunga

Fræðslufundur um komu flóttafólks til Garðabæjar

  • Fræðslufundur um móttöku flóttafólks

Miðvikudaginn 5. júní kl. 17:15 verður haldinn fræðslufundur, í Sveinatungu á Garðatorgi 7, um móttöku flóttafólks til Garðabæjar. 

Miðvikudaginn 5. júní kl. 17:15 verður haldinn fræðslufundur, í Sveinatungu á Garðatorgi 7, um móttöku flóttafólks til Garðabæjar.

Í haust er von á 10 einstaklingum, flóttafólki frá Úganda, Simbabve og Kongó til Garðabæjar.
Fulltrúar Garðabæjar, félagsmálaráðuneytisins og Rauða krossins gera grein fyrir verkefninu á fundinum.

Allir eru velkomnir á fundinn og íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið.
Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar

Fundurinn er haldinn í Sveinatungu, nýjum fundarrýmum Garðabæjar, á Garðatorgi 7, gengið inn á torgið hjá turninum ská á móti Bókasafni Garðabæjar. 
Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi