Fyrirlestur um bókahönnun
Birna Geirfinnsdóttir heldur fyrirlestur um bókahönnun í tengslum við sýninguna Fallegustu bækur í heimi.
Birna Geirfinnsdóttir var í dómnefnd fyrir Stiftung Buchkunst sem staðið hefur fyrir verðlaununum í rúm 50 ár. Markmið verðlaunanna er að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.
Birna lauk MA prófi í bókahönnun frá Reading háskóla í Bretlandi. Hún er annar stofnanda StudioStudio og er prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.
