• 21.5.2019, 17:30, Bókasafn Garðabæjar

Fyrirlestur um dróna kl. 17:30

Drónaflugmaðurinn Sigurður Þór Helgason segir frá eigin reynslu af notkun dróna í Bóksafni Garðabæjar, þriðjudaginn 21. maí kl. 17:30. 

Drónaflugmaðurinn Sigurður Þór Helgason segir frá eigin reynslu af notkun dróna í Bóksafni Garðabæjar, þriðjudaginn 21. maí kl. 17:30. Sigurður Þór Helgason, framkvæmdastjóri, var ekta borgarbarn þangað til að hann kynntist ævintýraheimi drónaflugs og myndatökum en eftir það gjörbreyttist líf hans. Hann hélt sig áður við sína heimahaga en eftir að hann eignaðist dróna þá hefur hann nýtt allan sinn frítíma til að ferðast um landið og taka fallegar landslagsmyndir. Hann bendir einnig á að þetta sé frábær leið til að fá krakka til að njóta útivistar með foreldrum. Hægt er að lesa skemmtilegt viðtal við Sigurð Þór hér.
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.
Viðburðurinn á facebook.