• 13.1.2026, 17:30 - 19:00, Bókasafn Garðabæjar

Garðaprjón: Leiðsögn í kaðlaprjóni

Garðaprjón - hannyrðaklúbbur bókasafnsins - notaleg hannyrðastund og leiðbeininandi á staðnum fyrir áhugasama um kaðlaprjón

Bókasafnið í Garðabæ í samstarfi við Norræna félagið í Garðabæ býður gestum og gangandi á fyrsta hitting Garðapjóns á nýju ári.Á þessum fyrsta hittingi verður boðið uppá leiðsögn í að prjóna kaðlaprjón, einnig er fólki frjálst að mæta með hvað sem það hefur fitjað uppá sína prjóna.Verslunin Prjónabær mætir á svæðið og býður uppá veglegan afslátt af frábæru garni og annarri prjónavöru.Hittingarnir verða sex og verða haldnir annan hvern þriðjudag í janúar, febrúar og mars kl. 17.30. Dagsetningar sem um ræðir eru: 13. og 27. janúar, 10. og 24. febrúar og 10. og 24. mars. 
Öll velkomin
Viðburður á facebook síðu bókasafnsins

English
The library of Garðabær and the Garðabær Nordic Society invite you to come an knit cable knit, there will be an instructor to help you get started