Glæpakviss með Katrínu Jakobsdóttur
Katrín Jakobsdóttir lætur gæsahúðina rísa og stýrir æsispennandi spurningarkeppni á Bókasafni Garðabæjar.
Hið íslenska glæpafélag er 25 ára í ár og í tilefni afmælisins hefur Ævar Örn Jósepsson formaður félagsins samið frábærar og alræmdar spurningar fyrir bókasöfnin í landinu. Spurningakeppnin haldin á mörgum almenningsbókasöfnum samtímis, í aðdraganda Bókasafnsdagsins sem ávallt er fagnað í september.Það verður hryllilega góð stemning, glæpsamlega góðar veitingar og leyndardómsfull verðlaun í boði fyrir þau sem þora að mæta.
Ekki láta þig og þitt lið vanta.
Frekari upplýsingar um keppnina og skráning er á netfangið: asbjorgbj@gardabaer.is