• 30.10.2021, Garðabær

Gleðilega hrekkjavöku!

Viðburðir fyrir alla fjölskylduna á hrekkjavöku.

Laugardaginn 30. október verður hrekkjavökustemning í Garðabæ. Frá kl. 11-14 verður graskersútskurður í Bókasafni Garðabæjar þar sem allir eru hvattir til að mæta með áhöld og í búningum.

Þá verða hrekkjavöku-djazztónleikar í Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 14. Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari, Ingibjörg Fríða söngkona og Sunna Gunnlaugs píanóleikari fræða og hræða.