• 28.2.2025

Glitrandi dagurinn

Einstök börn halda upp á 28. febrúar glitrandi.

Alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma verður haldinn hátíðlega um allan heim á föstudaginn, 28. febrúar. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á sjaldgæfum sjúkdómum og áhrifum þeirra á líf sjúklinga og fjölskyldur þeirra.

Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni, halda upp á 28. febrúar glitrandi og hvetja landsmenn til að klæðast einhverju glitrandi í tilefni dagsins.

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi frá árinu 2008.