• 12.3.2025, 12:15, Hönnunarsafn Íslands

Hádegishittingur með hönnuði - Una María

Hönnunarsafn Íslands stendur fyrir hádegishittingi með hönnuði einu sinni í mánuði. Í mars er það grafíski hönnuðurinn Una María Magnúsdóttir sem mun deila reynslu sinni af því að fara í gegnum ævistarf grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar.

Hádegishittingur með hönnuði: Una María segir frá vinnu sinni við skráningu á verkum Gísla B. Björnssonar

Í fyrra skráði Una María Magnúsdóttir ásamt Kötlu Einarsdóttur yfir 8000 verk eftir grafíska hönnuðinn Gísla B. Björnsson fyrir Hönnunarsafn Íslands. Það var mikill ákafi, áhugi, gleði og uppgötvanir sem einkenndu skráningarferlið. Una María ætlar að deila þessari reynslu.

Kaffi og kleinur í boði og Gísli verður með okkur í spjalli á eftir.

Una María útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Gerrit Rietveld Academie árið 2023. Hún varð alveg óvart sérfræðingur í íslensku keramiki þegar hún skráði mestallt keramik safnsins undir umsjón Bóelar Harnar sérfræðingi safnsins og í framhaldinu skráði hún verk Gísla B..