• 20.9.2019, 10:00 - 16:00, Sveinatunga

Hjólaráðstefna kl. 10

  • Hjólum til framtíðar

Föstudaginn 20. september 2019 munu Hjólafærni og Landsamtök hjólreiðamanna halda níundu ráðstefnu sína undir heitinu Hjólum til framtíðar. 

Garðabær tekur þátt líkt og fyrri ár í Samgönguviku sem verður haldin 16.-22. september nk. Fjölmargir áhugaverðir viðburðir verða haldnir á höfuðborgarsvæðinu þá daga, meðal annars í Garðabæ þar sem hjólaráðstefnan Hjólum til framtíðar verður haldin föstudaginn 20. september nk. Meginþema ráðstefnunnar í ár er Göngum‘etta. Þó það sé frábært að hjóla er ekkert sem jafnast á við að ganga til samgangna en það virðist hafa orðið út undan í hugsuninni um fjölbreyttar ferðavenjur.

Ráðstefnan hjólum til framtíðar 2019 - Göngum ´étta.

Föstudaginn 20. september 2019 munu Hjólafærni og Landsamtök hjólreiðamanna halda níundu ráðstefnu sína undir heitinu Hjólum til framtíðar. Meginþema ráðstefnunnar í ár er Göngum ‘etta. Þó það sé frábært að hjóla er ekkert sem jafnast á við að ganga til samgangna – en það hefur eiginlega alveg orðið út undan í hugsuninni um fjölbreyttar ferðavenjur. Sjá dagskrá á heimasíðu ráðstefnunnar Hjólum til framtíðar.

Hvar og hvenær: Sveinatungu, bæjarstjórnarsalurinn að Garðatorgi, Garðabæ kl. 10. Hjólreiðamenn safnast saman við Bakarameistarann Suðurveri kl. 8:45 og hjóla þaðan kl. 9 á ráðstefnuna.

Útsending á netinu: Ráðstefnan verður send út í beinni útsendingu og verður hlekkur settur á Facebooksíðu Landssamtaka hjólreiðamanna.

Viðburðurinn á facebook.