• 2.3.2025, 13:00 - 15:00, Hönnunarsafn Íslands

Hljóðfærahönnun með Fiðlu-Hans

Í þessari smiðju veitir Fiðlu-Hans börnum og fjölskyldum innsýn í heillandi fag sitt – hljóðfærahönnun og hljóðfæragerð.

Hans Jóhannsson, betur þekktur sem Fiðlu-Hansi, er bæjarlistamaður Garðabæjar. Í smiðjunni veitir hann börnum og fjölskyldum innsýn í heillandi fag sitt – hljóðfærahönnun og hljóðfæragerð.

Hans er fiðlusmiður, þekktastur fyrir 21. kynslóðar fiðluna sína sem New York Times valdi sem eina af bestu hugmyndum ársins 2007. Áhugi hans á fyrir fiðlugerð kviknaði í vinnusmiðju afa síns sem var skápasmiður. Hans lauk námi árið 1980 í Newark School of Violin Making í Bretlandi og hefur æ síðan unnið strengjahljóðfæri, bæði rafmögnuð og órafmögnuð, fyrir fjölda tónlistarfólks víða um heim.

Smiðjan er ókeypis og öllum opin. Hún er liður í mánaðarlegri viðburðardagskrá Hönnunarsafnsins fyrir börn og fjölskyldur þar sem opnaðir eru gluggar inn í ólík fög hönnunar og listhandverks.