• 23.6.2020, 12:00 - 17:00, Hönnunarsafn Íslands

Hönnunarsafn: Elements ilmkerti Þórunnar Árnadóttur

  • Ilmkerti Þórunnar Árnadóttur

Þriðjudaginn 23. júní kl. 12-17 Elements ilmkerti Þórunnar Árnadóttur í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg 1

Þriðjudaginn 23. júní kl. 12-17 Elements ilmkerti Þórunnar Árnadóttur í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg 1

Viðburður á fésbókarsíðu Hönnunarsafnsins.

Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, var með vinnustofu á Hönnunarsafninu veturinn 2018-2019 þar sem hún kynnti sér verk arkitektsins og stærðfræðingsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Hún kynnir nú afrakstur þeirrar vinnu, Elements ilmkerti, þriðjudaginn 23. júní í Hönnunarsafni Íslands. 

Elements ilmkertin eru innblásin af tveimur aðal hugðarefnum Einars: platónskum fjölflötungum og dulspeki. Platónskir fjölflötungur er einstakur að því leiti að hver flötur, hlið og horn er eins. Það eru einungis fimm fjölflötungar sem lúta því lögmáli. Plató var svo heillaður af þessum formum að hann taldi þau vera byggingareiningar frumefna heimsins: jörð, vatn, loft, eldur og ether. Hvert Elements ilmkerti hefur ilm og lykt sem vísar í frumefni þess og tengir efnið við andann. Verkefnið verður kynnt í Safnbúð Hönnunarsafns Íslands.

Hönnunarsafn Íslands er til húsa að Garðatorgi 1 í Garðabæ.