• 17.9.2020, 12:00 - 17:00, Hönnunarsafn Íslands

Hönnunarsafn: Fuglasmiður í vinnustofudvöl

Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg.

Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg.  Þar mun hann smíða fugla, stóra sem smáa.
Ævintýralegir fuglarnir eru unnir úr ýmiskonar efnivið, sem er oftast nær fundinn eins og hreindýrshorn, reyniviðardrumbar úr garðinum eða rekaviðarbútar. Hver fugl hefur sinn sérstaka karakter sem mótast af efninu. Sigurbjörn er menntaður myndmenntakennari frá MHÍ og starfaði sem slíkur í grunnskólum Reykjavíkur þar til hann fór á eftirlaun á síðasta ári.

Fyrir tveimur árum var fatahengi Hönnunarsafns Íslands breytt í opna gestavinnustofu fyrir hönnuði, með vinnu-, sýningar- og söluaðstöðu.
Vinnustofudvölin miðast við þrjá mánuði og gefur möguleika á samtali milli gesta safnsins og hönnuða. Fyrirkomulagið lífgar upp á safnaumhverfið og gefur innsýn í aðferðafræði og störf hönnuða. Vinnustofudvölin hefur einnig stuðlað að því að víkka tengslanet hönnuðanna, og þeir hafa fengið góða kynningu á sínum verkum. Gestir og starfsfólk safnsins hafa notið þess að vera í góðum félagsskap og skapandi andrúmslofti.

ENGLISH
Bird Artist in Residence
Sigurbjörn Helgason has set up his workspace in the museum shop where he will be making birds, large and small.
The adventurous birds are made from a variety of found materials such as reindeer antlers, pine from the garden and driftwood pieces. Each bird has its own unique character shaped by the material.
Sigurbjörn graduated as an art teacher and has worked as such in Reykjavík's primary schools until he retired last year.

Viðburður á fésbókarsíðu Hönnunarsafnsins.  

Hönnunarsafnið er til húsa að Garðatorgi 1 og er opið alla daga (nema mánudaga) frá 12-17.