• 30.11.2022 - 30.12.2022, Hönnunarsafn Íslands

Hönnunarsafn Íslands: Dieter Roth: grafísk hönnun

  • Diether Roth, fyrir bókbandsefni

Sýningin: Dieter Roth: grafísk hönnun er sýnd í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg frá 30.11-30.12.2022

Á sýningunni er lögð áhersla á að sýna úrval verka Dieters sem flokkast undir grafíska hönnun og hafa mörg hver ekki fengið mikla athygli hingað til. Líftími verkanna er oft ekki langur, þau ekki talin verðmæt og fá eintök hafa varðveist. Þessi verkefni dýpka þekkingu okkar á þróun grafískrar hönnunar. Óhætt er að segja að Dieter Roth (1930-1998) sé í hópi frumkvöðla sem mótuðu grafíska hönnun á Íslandi og víðar.

Sýningin er sett upp á Pallinum, litlu sýningarrými á neðri hæð safnsins.

Sýningarstjórar / Curators: Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir og Fraser Muggeridge.

Sjá vef Hönnunarsafns Íslands.