• 5.8.2021, 16:00, Hönnunarsafn Íslands

Hönnunarsafn Íslands: Útgáfa og uppskeruhátíð - Náttúrulitun í nútíma samhengi

  • Náttúrulitir - sýning í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands

Útgáfuhátíð - bókverk um rannsókn á textíllitum. Fimmtudaginn 5. ágúst kl. 16 í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg 1.

Sigmundur P. Freysteinsson hefur tekið rannsókn sína á textíllitun saman í bókverk sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 440 litatónar. Til að byrja með verða einungis gefin út örfá eintök af bókverkinu sem verður fáanlegt á viðburðinum fyrir 25.000 kr.
Sólrún Arnardóttir sem stundar nám í textílhönnun við Central Saint Martins hefur aðstoðað Sigmund við verkið.
Markmiðið með rannsókninni er að kanna möguleika íslenskrar textíllitunar sem umhverfisvænan valkost fyrir framleiðslu á nútíma hönnun. Verkefnið tekur mið af íslenskri jurtalitunarsögu og horfir til framtíðar hvernig við þróum þekkingu á því sem landið gefur.
Verkefnið er styrkt af Hönnunarsjóði.

Sjá viðburð á fésbókarsíðu Hönnunarsafns Íslands.

Upplýsingar um sýninguna í Hönnunarsafninu.