• 28.4.2025 - 12.5.2025, Garðabær

Hreinsunarátak Garðabæjar

  • Bæjarfulltrúar í hreinsunarátaki 2021.

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar stendur yfir dagana 28. apríl til 12. maí.

Í árlega hreinsunarátakinu, sem stendur yfir dagana 28. apríl til 12. maí, eru nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar hvattir til að taka þátt. Hópar geta sótt um að fá úthlutuð svæði til að hreinsa í sínu nærumhverfi og geta fengið styrk í fjáröflunarskyni eða til að halda grillveislu í lok góðrar tiltektar. Áhugasamir hópar geta haft samband við verkefnastjóra garðyrkjudeildar, s. 820 8574, lindajo@gardabaer.is.