• 4.9.2022, 13:00, Hönnunarsafn Íslands

Hvað leynist í lauginni þinni? Fjölskyldusmiðja

Sunnudaginn 4. september kl. 13 leiðir Rán Flygenring fjölskyldusmiðjuna Hvað leynist í lauginni þinni? í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi.

Sunnudaginn 4. september kl. 13 leiðir Rán Flygenring fjölskyldusmiðjuna Hvað leynist í lauginni þinni? í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi.

Smiðjan er í tengslum við sýninguna SUND sem nú stendur yfir í safninu. Sundlaugar verða hannaðar og útfærðar undir handleiðslu Ránar og sundgarpar og annað sem gæti leynst í sundlaugum föndrað. Slíkar smiðjur slógu í gegn meðal skólabarna á vorönn og nú fá börn og fjölskyldur tækifæri til að gera sína eigin sundlaug.


Þáttaka í sundlaugasmiðjunni er ókeypis. Fyrsta sunnudag í mánuði hverjum fer fram fjölskyldusmiðja í Hönnunarsafninu þar sem ýmiskonar handverk og hönnun er kennt af fagfólki á sínu sviði.