Íbúafundir: Hvað er að frétta í Garðabæ?
Kynntu þér málin á árlegum íbúafundum bæjarins og ræddu málin við bæjarstjóra Garðabæjar og sviðsstjóra.
Fundirnir eru skipulagðir út frá hverfum bæjarins en athygli er vakin á því að hverfaskiptingin er aðeins leiðbeinandi og eru fundirnir opnir öllum og íbúar geta mætt á þann fund sem hentar best.
- Miðbær Garðabæjar - Fyrsti fundur verður haldinn í íþróttahúsinu Miðgarði þann 10. september, klukkan 19:30.
- Urriðaholt - Annar fundur fer fram í Urriðaholtsskóla þann 17. september, klukkan 19.30.
- Álftanes - Þriðji fundurinn verður haldinn 24. september klukkan 19.30 í Álftanesskóla.
Hlökkum til samtalsins.