Íbúafundur: Miðbær og Móar
Kynningarfundur vegna deiliskipulagstillagna á vinnslustigi. Öll velkomin í Sveinatungu að Garðatorgi 7 þriðjudaginn 27. maí 2025 kl. 17:00
- Miðbær Garðabæjar, svæði I og II. Tillaga að breytingu deiliskipulags. Tillagan nær til lóðanna Garðatorg 1 (Bónus og Hönnunarsafn), Garðatorg 5A (yfirbyggð göngugata) og Hrísmóar 19 (bílastæðalóð). Tillagan gerir ráð fyrir um 60 íbúðum í sex hæða nýbyggingu í norðurhluta byggingarreits Garðatorgs 1 og á suðurhluta byggingareits er gert ráð fyrir þriggja hæða atvinnuhúsnæði.
- Móar, tillaga að deiliskipulagi eldri byggðar. Tillagan nær til Hrísmóa, Lyngmóa og Kjarrmóa. Að mestu eru þau ákvæði sem stuðst var við í uppbyggingu svæðisins óbreytt. Helstu breytingar frá núverandi ástandi nær til gatnakerfis í Hrísmóum. Markmið þeirra breytinga er að auka öryggi vegfarenda og samspil umferðar við Miðbæ Garðabæjar.
Eftir fundinn verða tillögurnar aðgengilegar í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vef Garðabæjar. Frestur til að skila inn ábendingum vegna tillagnanna verður til þriðjudagsins 10. júní.